Miðvikudaginn 17. febrúar höldum við upp á öskudaginn. Börnin mega koma í búningum en vopn og aðrir fylgihlutir eiga að vera heima. Öskudagsballið verður tvískipt þetta árið og er ballið hjá Hrafnakletti og Kríukletti kl 9 og Fálkakletti og Arnakletti kl 9:45. Þar verður dansað og síðan kötturinn sleginn úr tunnunni. Eftir það verður svo heimsóknir milli deilda.