Nú er foreldrakönnun um sumarlokun leikskólans lokið og varð tímabilið 8. júlí - 5. ágúst (að báðum dögum meðtöldum) fyrir valinu með 63% atkvæða og hefur foreldraráð samþykkt þetta tímabil. Eins og kom fram í könnuninni verður leikskólinn Engjaborg opinn í allt sumar ef þetta tímabil hentar ekki foreldrum.