
Sumarlokun 2022
Leikskólinn verður lokaður frá mánudeginum 11. júlí til mánudagsins 8. ágúst að báðum dögum meðtöldum. Við opnum aftur þriðjudaginn 9. ágúst.

Nýjir starfsmenn
Við vorum að fá tvo nýja starfsmenn til liðs við okkur hér á Klettaborg. Það eru þær Margrét Kjartansdóttir og Emilia Aniela Tempska.
Margrét er leiðbeinandi með margra ára reynslu af leikskóla. Hún verður á Fálkakletti og Arnakletti í afleysingum
Emilia er menntaður kennari frá Póllandi. Hún verður á Fálkakletti
Við bjóðum þær velkomnar til starfa

Skipulagsdagur
Leikskólinn verður lokaður allan daginn föstudaginn 23. apríl vegna skipulagsdags starfsmanna.

Breying á skipulagsdögum
Þar sem náms og kynnisferð starfsmanna Klettaborgar sem fyrirhuguð var í apríl og til þess átti að nota tvo samliggjandi skipulagsdaga en vegna Covid 19 hefur hún verið felld niður annað árið í röð höfum fengið samþykki foreldraráðs um að færa þann 21. apríl fram um mánuð eða til 19. mars.
Ég bið ykkur að skoða dagatalið og sitja inn skipulagsdag 19. mars og taka út þann 21. apríl.
Svo verður vonandi ekki meir ófriður frá okkur vegna skipulagsdaga þetta skólaárið og vonandi komumst við til Bretlands í náms og kynnisferð á næsta ári.

Öskudagur
Miðvikudaginn 17. febrúar höldum við upp á öskudaginn. Börnin mega koma í búningum en vopn og aðrir fylgihlutir eiga að vera heima. Öskudagsballið verður tvískipt þetta árið og er ballið hjá Hrafnakletti og Kríukletti kl 9 og Fálkakletti og Arnakletti kl 9:45. Þar verður dansað og síðan kötturinn sleginn úr tunnunni. Eftir það verður svo heimsóknir milli deilda.