Leikskólinn verður lokaður frá miðvikudeginum 10. júlí til og með miðvikudagsins 8. ágúst 2018. Við opnum aftur fimmtudaginn 9. ágúst.

Dagur leikskólans 6. febrúar

Ritað 07.02.2018.

Dagur leikskólans   -   Við bjóðum góðan dag – alla daga 

Í ár sjáum við hvernig börnin á Fálkakletti túlka hvernig gildi/einkunnarorð Klettaborgar birtast í umhverfinu hjá okkur og hvað þeim finnst um ákveðna þætti í leikskólastarfinu s.s. skemmtilegast, leiðinlegt, hvað þau eru að læra og hvað þau vilja hafa í valinu/frjálsa leiknum . 

Allir eru hvattir til að gefa sér tíma á þriðjudaginn 6. febrúar og koma við í Glym og sjá svör og myndir frá þeim um þetta.   Sýningin verður alla vikuna.

Bóndadagur og þorrablót

Ritað 19.01.2018.

Í dag er bóndadagur og í því tilefni hittumst við í Glym og sungum saman og fengum fræðslu um þorran. Allir voru með hjálma eða skotthúfur sem þau voru búin að búa til. Í hádeginu var þorrablót þar sem boðið var upp á grjónagraut og þorramat.


IMG 0744

Jóladagskrá

Ritað 13.12.2017.

Það hefur verið nóg að gera hjá okkur í Klettaborg undafarna daga. Í gær fengum við í heimsókn leikritið "leikhús í tösku" og í dag æfðum við okkur að dansa í kringum jólatréið fyrir jólaballið sem er á morgun og svo komu nokkrir nemendur úr tónlistaskóla Grafarvogs og spiluðu fyrir okkur jólalög.

IMG 1686IMG 1686