Leikskólinn verður lokaður frá miðvikudeginum 10. júlí til og með miðvikudagsins 8. ágúst 2018. Við opnum aftur fimmtudaginn 9. ágúst.

Mömmur í morgunmat 19 febrúar 2018

Ritað 15.02.2018.

Mömmur í morgunmat,

Sunnudaginn 18. febrúar er konudagur. Af því tilefni er mömmum eða staðgenglum henar boðið í morgunmat (hafragraut) mánudaginn 19. febrúar frá kl: 8:15-9:00.

Vonandi sjáum við sem flesta.

Öskudagur

Ritað 14.02.2018.

Í dag héldum við uppá öskudaginn í leikskólanum og mættu allir í búning. Allir hittust í Glym og var kötturinn sleginn úr tunnunni og fengu allir snakkpoka. Eftir það var haldið ball og svo var pulsusjoppa í hádeginu þar sem börnin fengu einn gullpening og fóru í Glym til að kaupa sér pulsu með honum.

IMG 1165IMG 1288

Vinastund í Glym 9. feb

Ritað 09.02.2018.

IMG 1013Allir hittust í vinastund í Glym í dag og börnin á Fálkakletti sungu Ryksugulagið fyrir alla. Myndir í sameiginlegri möppu.