Snjókorn falla

 

Snjókorn falla á allt og alla

börnin leika og skemmta sér.

Nú er árstíð kærleika og friðar.

Komið er að jólastund.

 

Vinir hittast og halda veislu

borða saman jólamat.

Gefa gjafir, fagna sigri ljóssins,

syngja saman jólalag.

 

Á jólaball við höldum í kvöld.

Ég ætla að kyssa þig

undir mistilteini í kvöld

við kertlaljóssins log.

 

Plötur hljóma, söngvar óma,

gömlu lögin syngjum hátt.

Bara ef jólin væru aðeins lengri

en hve gaman væri þá.

Jólaklukkur klingja

Jólaklukkur klingja
kalda vetrarnótt.
Börnin sálma syngja
sætt og ofurhljótt.
englaraddir óma
yfir freðna jörð.
Jólaljósin ljóma,
lýsa upp myrkan svörð.


Litla jólabarn, litla jólabarn,
ljómi þinn stafar geisla´
um ís og hjarn.
Indæl ásýnd þín
yfir heiminn skín,
litla saklausa jólabarn.


Er þú hlærð og hjalar,
hrærist sála mín.
Helgar tungur tala
tærblá augu þín.
Litla brosið bjarta
boðskap flytir enn,
sigrar myrkrið svarta,
sættir alla menn.

Jóla – Jólasveinn


Hver læðist inn í svefnherbergi
og lætur gott í skó
meðan litlu börnin sofa í ró?
Það er einn jóla jóla jólasveinn
kannski hann Gáttaþefur jólasveinn.


Hver kíkir oní pottana
og krækir sér í mat
og af kjöti borðar á sig gat?
Það er einn jóla jóla jólasveinn
það er hann Bjúgnakrækir jólasveinn.


Hver gægist ósköp laumulega
á gluggana um nótt
meðan góðu börnin lúra rótt?
Það er einn jóla jóla jólasveinn
það er hann Gluggagægir jólasveinn.


Hvern langar einhver kynstur
jólakerti til að fá,
hann er kúnstugur á svipinn sá?
Það er einn jóla jóla jólasveinn
það er hann Kertasníkir jólasveinn.


Hver skundar inn og hurðinni
hann skellir á eftir sér.
Rauða skotthúfu á höfði ber?
Það er einn jóla jóla jólasveinn
það er hann Hurðaskellir jólasveinn.


Og kjötkrókur og Skyrgámur
og líka Stekkjastaur
og svo Stúfur og hann Giljagaur.
Þeir eru jóla jóla jólasveinar
og bestu grey
sem við um jólin gleymum ei.

Göngum við í kringumGöngum við í kringum einiberjarunn,
einiberjarunn, einiberjarunn.
Göngum við í kringum einiberjarunn,
snemma á mánudagsmorgni.
Svona gerum við er við þvoum okkar þvott,
þvoum okkar þvott, þvoum okkar þvott,
svona gerum við þegar við þvoum okkar þvott,
snemma á mánudagsmorgni.

Þriðjud: Vindum okkar þvott
Miðvikud: Hengjum okkar þvott
Fimmtud: Teygjum okkar þvott
Föstud: Straujum okkar þvott
Laugard: Skúrum okkar gólf
Sunnud, snemma: Greiðum okkar hár
Sunnud, seint: Göngum kirkjugólf

Nú skal segja

Nú skal segja, nú skal segja
hvernig litlar telpur gera:
Vagga brúðu, vagga brúðu
og svo snúa þær sér í hring!

 

Litlir drengir: Sparka bolta
Ungar stúlkur: Þær sig hneigja
Ungir piltar: Taka ofan
Gamlar konur: Prjóna sokka
Gamlir karlar: Taka í nefið

aaatsjúú!!!