Eldhús

Hér er hægt að skoða matseðilinn; https://iss.timian.is/public/570e7a0337228%20/meals/week 

 

Lögð er áhersla á að matur sé fjölbreyttur og hollur. Við styðjumst við handbók fyrir leikskólaeldhús frá Lýðheilsustöð sjá vefsíðu http://www.lydheilsustod.is

Tekið er tillit til sérfæðis hjá börnum sem hafa ofnæmi og eru með vottorð frá lækni þess efnis.

Matseðill er gerður fyrir hvern mánuð og er sýnilegur í anddyri leikskólans og einnig hér á heimasíðunni.

Matmálstímar:

Morgunmatur kl.8.15-8.45
Í morgunmat er hafragrautur og morgunkorn ásamt lýsi

Morgunbiti/ávextir um kl. 9.45

Hádegismatur er um kl. 11.45

Nónhressing  er um kl. 14.40
Í nónhressingu er brauðmeti, álegg og einstaka sinnum bakkelsi

Síðdegisbiti/banani  kl. 16.45  (fyrir þau börn sem eru með tíma til kl. 17.00)

Börn þurfa að borða oftar en fullorðnir, því þau hafa svo litla geymslu fyrir næringu og jákvæð kolvetni. Talað er um að ung börn þurfi að borða á um tveggja tíma fresti. Hér eru börnin að fá síðdegishressinguna um kl. 14.40-15.10 og þurfa því á viðbót að halda um kl.17.00 Gott er fyrir foreldra að hafa þetta í huga og gefa börnunum millibita t.d. gróft brauð (ekki kex) fyrir kvöldmat.

Góður millibiti stuðlar að betri líðan barnsins á þann hátt að barnið er ánægðara (verður síður rellið) og það hefur betra úthald í kvöldmatartímanum.