Fréttir frá Hrafnakletti

Fiskaverkefni

Ritað 07.02.2014.

IMG 3968


                           Í gær 6.febrúar var Dagur leikskólans. Við héldum upp á hann með sýningu í Glym (salnum) þar sem við sýndum afrakstur vinnu okkar frá síðasta hausti. Þá unnum við verkefni um fiska og fræddumst mikið. Áhugi barnanna var mikill allt vinnuferlið og var hápunkurinn ferð í Húsdýragarðinn þar sem fiskakerin voru skoðuð. Í leikskólanum teiknuðum við og máluðum, skoðuðum myndir og bækur, notuðum internetið til að fræðast og öll listaverkin sýndum við í Glym í gær.
En í janúar byrjuðum við á nýju spennandi verkefni og það er þjóðsagan um hann Hlina Kóngsson. Við lesum söguna daglega og hafa skemmtilegar umræður orðið á deildinni um tröll, kónga, rekkjur, svani, fjöregg og meira að segja giftingar :) Þessa viku 3.-7.febrúar er blá vika í leikskólanum og hafa öll börn deildarinnar teiknað skessu á blað sem við síðan lituðum blátt með duftlitum. Þessar myndir prýða vegginn fyrir framan deildina.

Takk í bili...

Kveðja, Hrafnaklettur.

 

Haustið

Ritað 05.09.2013.

Þá hefur sumarið kvatt og september mánuður heilsað. Þó sumarið hafi ekki verið sólríkt var mikil útivera hjá okkur og létum við rigningu ekki stoppa okkur, enda pollar til að sulla í eitt það skemmtilegasta sem við gerum. Íþróttahátíðin okkar tókst vel og lét sólin sjá sig og gladdi okkur mikið. Við fórum í marga leiki og þrautir og borðuðum mikið af grænmeti og ávöxtum. Í lokin fengu svo allir viðkenningu fyrir þátttökuna og tekin var hópmynd. Sérlega vel heppnuð hátíð ! :)

Nú er aðlögun á Hrafnakletti lokið og á deildinni í vetur verða 17 börn. Skipulagt hópasarf byrjar hjá okkur í október með þemaverkefni um kisur og í nóvember ætlum við að taka fyrir fiska. Eftir áramót förum við svo í þjóðsagnarvinnu eins og síðustu ár.

Öll börn á deildinni eru glöð og ánægð og hlökkum við til vetrarins.

IMG 1878

 

Fréttir frá Hrafnakletti

Ritað 02.05.2013.

Þá er tímabært að segja aðeins frá því sem við höfum verið að gera, það sem af er þessu ári.

Fréttir frá Hrafnakletti

Ritað 27.11.2012.

Tíminn líður hratt og nú erum við farin að undirbúa jólin á Hrafnakletti.

Fréttir frá Hrafnakletti

Ritað 12.09.2012.

Þá er haustið gengið í garð og aðlögun fer senn að ljúka á Hrafnakletti.