Deildir

Á Klettaborg eru fjórar deildir. Tvær deildir eru fyrir yngri börnin, eins til þriggja ára og tvær deildar eru fyrir eldri börnin þriggja til sex ára.

Dagskipulag á Klettaborg:

07:30   leikskólinn opnaður
08:00   deildir opnaðar
08:15   morgunverður
08:00   leiktími með valaðferð, samverustund, vinnustund 2-3 á viku, útivera / innivera
11:10   undirbúningur fyrir hádegisverð – hádegisverður á yngri deildum
11:30   undirbúningur fyrir hádegisverð – hádegisverður á eldri deildum
12:00   hvíld/róleg stund
13:00   frjáls leikur úti/inni
14:15   nónhressing á yngri deildum
14:45   nónhressing á eldri deildum
15:00   samverustund, vinnustund, frjáls leikur með valaðferð, samantekt
17:00   deildir loka

Dagskipulagið er aðlagað að hverri deild og á haustin fá foreldrar dagskipulagið nánar útfært m.t.t. vinnustunda og þeirra áherslna sem verða yfir veturinn.