Leikskólinn Klettaborg

klettaborgLeikskólinn Klettaborg er í Hamrahverfi í Grafarvogi og er staðsettur við hliðina á grunnskóla hverfisins.

Þegar leikskólinn tók til starfa 1. júní 1990, voru þrjár deildir, en í febrúar 2004 bættist fjórða deildin við. Þær eru: Fálkaklettur og Arnarklettur sem eru fyrir eldri börnin og Hrafnaklettur og Kríuklettur fyrir yngri börnin. Í leikskólanum dvelja um 82 börn samtímis á aldrinum frá eins árs til sex ára.