Foreldraráð Klettaborgar

Foreldraráð

Starfsreglur

  1. Ráðið heitir Foreldraráð Klettaborgar.
  2. Heimili ráðsins er leikskólinn Klettaborg, Dyrhamrar 5, 112 Reykjavík.
  3. Tilgangur foreldraráðsins er að framfylgja lögum um leikskóla (2008/90 IV. kafli, 11.gr.).
  4. Hlutverk foreldraráðs er að gefa umsagnir til leikskóla og nefndar, sbr. 2. mgr. 4. gr., um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða starfsemi leikskólans. Þá skal ráðið fylgjast með framkvæmd skólanámskrár og annarra áætlana innan leikskólans og kynningu þeirra fyrir foreldrum. Foreldraráð hefur umsagnarrétt um allar meiri háttar breytingar á leikskólastarfi.
  5. Foreldraráð skal kosið á foreldrafundi að hausti og starfar í eitt ár eða að foreldrafundi á næstkomandi hausti. Í ráðinu skulu að lágmarki sitja 3 foreldrar og geta þeir verið þeir sömu og sitja í stjórn foreldrafélagsins. Kosningarétt hafa allir foreldrar og forráðamenn barna á leikskólanum Klettaborg. Foreldraráðið skal funda að lágmarki tvisvar hvert starfsár, fyrra skiptið til að fara yfir skólanámskrá og aðrar áætlanir og í seinna skiptið til að meta hvernig þeim er framfylgt.
  6. Leikskólastjóri skal upplýsa foreldraráð um öll meiriháttar mál sem hafa áhrif á starfsemi leikskólans og gefa þeim þannig kost á að fjalla um þau. 
  7. Komi upp tilvik sem foreldraráð telur að þarfnist umræðu í öllum foreldrahópnum skal ráðið boða til fundar með foreldrum þar sem málin skulu rædd og lýðræðislegar ákvarðanir teknar. Foreldraráð fylgir þeim ákvörðunum síðan eftir. 
  8. Fulltrúar í foreldraráði skulu gæta þagmælsku um atriði sem þeim er trúað fyrir út af setu þeirra í foreldraráði og varða fjölskylduaðstæður einstakra barna, hegðum þeirra og heilsufar eða önnur viðkvæm atriði sem eðlilegt er að fari leynt.
  9. Tillögur til breytinga á starfsreglum verða að hafa borist stjórn skriflega fyrir auglýstan foreldrafund foreldrafélagsins. Breytingar á starfsreglum ná því aðeins fram að ganga að 2/3 fundarmanna greiði þeim atkvæði.

Foreldraráð setti þessar starfsreglur niður í mars 2017

Foreldraráð veturinn 2016-2017 skipa:

Anna Helga Benediktsdóttir

Þorleifur Gíslason

Heiða Sigurjónsdóttir

ásamt leikskólastjóra og aðstoðarleikskólastjóra

Lilja Eyþórsdóttir

Anna Kristín Sigurbjörnsdóttir

 

Foreldraráð er kosið til eins árs í senn, þeir sem sitja í því árið 2017-2018 eru:

 Þorleifur Gíslason v/ Esjar – Kríuklettur  This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Ýr Björnsdóttir v/ Emelía Nótt - Hrafnaklettur  -  This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Þóra Mjöll Jensdóttir v/ Svala Mjöll - Fálkaklettur  This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Frá Klettaborg:

Lilja Eyþórsdóttir, leikskólastjóri, This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Anna Kristín Sigurbjörnsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri, This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.