Foreldrar

Við leikskólann er bæði foreldrafélag og foreldraráð. Verkefni þeirra eru ólík en þau eru upplýst um verkefni hvors annars. Formaður eða annar fulltrúi foreldrafélagsins á sæti í foreldraráði.

Foreldrafélagið sér um ýmiss verkefni og viðburði sem snúa beint að börnum og foreldrum.

Foreldraráðið er með lögbundið hlutverk sem felst m.a. í því að gefa umsagnir og fylgjast með innra starfi leikskólans.

Klettaborg er aðili að samtökunum Heimili og skóli. Þau hafa m.a. gefið út handbók foreldraráða í leikskólum, þar eru ýmsar upplýsingar og hugmyndir um foreldrastarf. Vefsíða þeirra er http://heimiliogskoli.is